<$BlogRSDUrl$>

Friday, March 30, 2007

Allt við sama heygarðshornið í Danmörku ég fer að verða sérfræðingur í LBS (Location Based Service).
Fylgdist með íslenska landsliðinu í leiknum á móti Spánverjum, sem sagt á netinu. Þetta var reyndar ekki leikurinn sem maður gat reiknað með að Íslendingar myndu sækja mörg stig í. En allavega sýndu þeir góða baráttu og Árni Gautur góður í markinu, voru ekki langt frá að ná jafntefli.

Gettu betur úrlit í kvöld, sem gamall gettu betur maður þá veit ég nú ekki með hvoru liðinu er hægt að halda, hvorugu væntanlega. Spurning hvaða keppni er hægt að stunda án þess að rangt sé haft við, búinn að kynnast því í Danmörku að það er allavega ekki skák (svindlandi Serbarnir), held það sé bara Póker, snilldarspil!
|

Thursday, May 18, 2006


Komið vor í Danmörku eins og myndin hér til hliðar gefur til kynna, var um og yfir 20 C hérna í örugglega 10 daga. En núna er farið að rigna sem er kannski ágætt upp á próflestur.

Hér fyrir neðan er upptalning á 5 bílum sem eru í mestu uppáhaldi hjá mér.
5. Porche 911 (gamli góði)
4. AudiTT
3. Bugatti Veyron 16.4
2. Subaru 1800 4WD afmælisútgáfan (1986) special edition
1. BMW 328, ekkert sem toppar þetta.
|

Wednesday, April 12, 2006

Það er komið upp mál...
|

Monday, February 20, 2006

jæja þá er komið að hugleiðingu dagsins. Eins og Stefanovich hefur réttilega bent á þá er "jæja" alþekktur stíll fyrir þá sem sækjast eftir frekari þekkingu.
Pistillinn í dag er þó helgarður þekkingu og eða vanþekkingu. Þar sem ég bý nú í Danmörku þá er búin að vera mikil umræða um hinar títtnefndu skopmyndir af spámanninum. Mér finnst alltaf leiðinlegt þegar fólk er með fordóma gegn óæðri kynstofnum, eins og raunin er hérna í Danmörku. Danmörk er fjölþjóðlegt samfélag
þar sem öll þjóðarbrot verða að búa í sátt og samlyndi.
Við verðum öll að sýna hvort öðru umburðalyndi.

lifið heil!
|
Dýrafræðin heldur áfram, Bussmann er bjarndýr sem fellur undir ættkvíslina og tegundina Birning. Menn eru ekki eitt sáttir við hvernig beri að skrifa Bussmann hægt er að skrifa það einnig Buschmann. Buschmann þrífst á trjálaufum og heldur sig í híði, varast ber að rugla Buschmann við Búsmenn, sem eru frumstæður þjóðflokkur sunnan miðbaugs.
|

Friday, February 17, 2006

Í skógum Evrópu og finnst dýrategund sem nefnist Birningur. Birningur er bjarndýr sem minnir þó nokkuð á greifingja (e. Badger) sem við öll þekkjum úr "Þyti í laufi".
|

Saturday, December 17, 2005

jæja þá er nonni bróðir kominn með bloggsíðu. Bloggsíða Nonna bróðurs
Annars er lítið að frétta, er í próflestri. Eitt undarlegt þó, svo virðist vera sem commentin hérna á síðunni þurrkast út sjálfkrafa, frekar skrítið.
|

Wednesday, October 12, 2005


jæja þá fer bloggleysið að enda, ég lenti í gífurlegum tölvuhremmingum byrjaði á því að tölvan sem var hér fyrir startaði ekki upp. Þá var brugðið á það ráð með hjálp Steindórs að panta nýja í bútum af netinu. Talsverðar hremmingar urðu síðan í kringum það, þar sem móðurborð (d. morbord) hafa verið í stanslausum flutningum milli Árhúsa og køben. En allt er gott sem endar vel og ég er kominn með tölvu.
Annars er ég kominn til Danmerkur aftur og það er enn gott veður herna. Mælar sýna ja ca 15 C sem er bara ágætt meðan fréttir barast af blindbyljum af eyjunni er kennd er við eld og ís.
Síðasta bloggi lauk með frásögn af Hekluferð, helgina eftir fór ég hringinn í kringum landið sem verður gerð skil í öðru bloggi innan skamms. Myndin af Goðafossi var tekin í þeirri ferð.
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?