<$BlogRSDUrl$>

Wednesday, July 28, 2004

jæja góðir hálsar bezt að skrifa e-ð núna.
Ég var búinn að lofa spurningarkeppni og kem herna með smá þraut, það er smá erfitt að semja spurningar svo fólk geti ekki nýtt sér leitarvélarnar en allavega ég spyr um 3 hluti og fólk á að segja hvað þeir eiga sameiginlegt, ég er að fiska eftir einu ákveðnu og þótt fólk finni e-ð annað þá gildir það ekki .  Bjór í 1. og einu verðlaun.

Hvað er sameiginlegt með þessum 2 persónum og landi.

1. Alexander G. Bell
2. Búlgaríu
3. Heimsmethafanum í 7 þraut kvenna.

|

Wednesday, July 21, 2004

Ég er alveg hörmulegur bloggari komnir meir en 3 mánuðir síðan ég bloggaði en nú á að gera betur og ég ætla líka að reyna að fara koma myndum á netið.
Annars er lítið að frétta, fór reyndar í fína ferð í Landmannalaugar á laugard. með Stefáni Reynis, Birni-mobile stóð fyrir sínu.  Keyrðum síðan niður Rangarvelli og fórum upp hjá Keldum og komum niður hjá Tumastöðum í fljótshlíð.  Síðan var komið við á Vindási og fengum við veitinar þar, að því loknu var brunað í bæinn. 
Jæja en ég læt þetta duga í bili ætla að redda inn commentum hérna og halda smá spurningarkeppni.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?