<$BlogRSDUrl$>

Thursday, September 30, 2004

jæja þá er farið að kólna í Kgs Lyngby, ég og Stebbi Reyniss. tokum hjólreiðartúr í gær rúma 2 klst. Hjóluðum í kringum Furesø í fínasta veðri.
En já til þess að auðga þjóðarandann á meðal þeirra sem búa núna í Danmörku (ekki veitir af eftir að mafían valdi J.S). þá ætla ég að koma með 5 ljóðlínur og eiga getspakir að koma með nafn á ljóði og höfund. Gefin verða 2 stig fyrir að ná höfundi og 1 stig fyrir að ná nafni á ljóði. Öll hjálpargögn eru leyfileg nema að leita á netinu. Spyrja má vini og vandamenn en þeir mega heldur ekki leita á netinu, sem sagt hundurinn ykkar getur ekki farið að vafra á netinu.
jæja en ljóðlínurnar eru eftirfarandi. Vinsamlegast sendið mér svörin á bjorngretar@gmail.com

1. Þá riðu hetjur um héruð, og skrautbúin skip fyrir landi
2. En þú sem undan ævistraumi flýtur sofandi að feigðar ósi lastaðu ei laxinn sem leitar
móti straum sterklega og stiklar fossa.
3. Jóreykur lífsins þyrlast til himna, menn í aktygjum, vitstola konur í gylltum
kerrum
4. Á Valhúsahæðinni er verið að krossfesta mann.
5. Ísland ögrum skorið, eg vil nefna þig

|

Monday, September 27, 2004

jæja langt um liðið síðan skrifað hefur verið herna á bloggið. Spurning um að bæta úr því ...þetta fer að verða hálfgert eymingjablogg hjá mér :) jæja en batnandi mönnum er bezt að lifa. Ég ætla að fara að halda e-a þemur herna á blogginu mínu spurning hvað það verður.
Annars er ég kominn til kongsins køben og eigum vid ekki ad segja ad sökum anna i námi þá hafi ég ekki náð að skrifa fram að þessu. En ég brydda upp á einhverju sniðugu innan skamms

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?