<$BlogRSDUrl$>

Saturday, November 27, 2004

sælt veri fólkið, ég ákvað aðeins að blogga smá núna svo fólk hafi um eitthvað að lesa.
Svo sem ekki stórt í fréttum síðan síðast, spurning um að maður fari að brydda upp á einhverri keppni spurningarlegs eðlis. OK, 10 spurningar, sendið rétt svör á bjorngretar@gmail.com

1. Hvaða vatnsfall skiptir Landeyjum í austur og vestur?
2. Hvaða frægi vísindamaður dó 8 jan 1642?
3. Hvaða kvæðabalkur hefst á eftirfarandi orðum "Gáttir allar áður gangi fram um skoðast skyli, "?
4. Hver þýddi Paradísamissi á íslensku eftir John Milton?
5. Hver teiknaði "hannaði" höfuðborgina Brazilu?
6. Hver er eina hljómsveitin sem hefur átt 3 lög í einu á topp 10 listanum í Bretlandi?
7. Eftir hvern er listaverkið "Ópið" (Skriget)?
8. Hvers son er Villi "Naglbýtur"?
9. Hvaða tré er eini íslenski berfrævingurinn?
10. Hvar fannst frumefnið Hafnium (Hf) ?

vona að fólk hafi gaman að þessu ;)

|

Monday, November 22, 2004

ég ætla ekki að biðjast afsökunar á því hvað ég hef verið "lélegur" bloggari en hræðslan við að Hildigunnur myndi henda mér út af listanum hennar hefur drifið í því að ég ákvað að setjast aftur að skrifum ;)
og hvað hefur gerst.....well í byrjun til miðs oktobers fékk ég heimsóknir eða fór sjálfur í heimsókn. Steindór kom hérna í 2 daga og við hittum Hannes Líndal og tókum svo túr á the moose, síðan fór ég í helgarferð til Luxemburg að hitta Björn Hólmþórsson og Díönu.
Mjög fín ferð, þar sem margt var gert t.d farið á vínkynningu, haldboltaleik og síðan farið til Trier í verslunarleiðangur, að ótöldu mörgu öðru.
Síðan kom hún María úr Skagafirði í helgarheimsókn, við hittum gengið herna Stebba, Halla, Hrannar og Ox ásamt öðrum og held ég að allir hafi skemmt sér mjög vel.
Annars er ég byrjaður í ræktinni hérna í dtu, menn að reyna að koma sér í eitthvað betra form:)
En já ég mun næst blogga eftir 8 des vona að ég fái einhver comment á þetta sem ég skrifa. Lesendur nær og fjær lifið heil.


|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?