<$BlogRSDUrl$>

Wednesday, December 22, 2004

Vá 2 blogg á sama deginum held að þetta hafi ekki gerst áður í sögu bloggsins eða hvað...
en allavega tilefnið er að núna fer að nálgast í 1000 aðasta innlitið á bloggið mitt.
Sá sem verður nr 1000 fær glaðning, Danskan Tuborg Guld bajer......
Ætla biðja fólk um að láta refresh takann í friði en allavega sá sem verður nr 1000 vinsamlegast commentaðu hérna fyrir neðan og láttu vita af þér.

|
Sælt verið fólkið.....þá er daginn tekið að lengja aftur og allir losnuðu við skammdegisþunglyndið í nótt byrjar hugsanlega aftur 22 jún. Annars tek ég aldrei eftir því hvað er dimmt úti ekki fyrr en fólk fer að minnast á það (vantar dimmunargenin í mig).
Hvað sem öðru líður þá er ég mættur tímabundið á land elds og íss, verð hérna þangað til seinni hluta janúarmánaðar. Vona að þetta verði skemmtilegur tími ég er reyndar kominn með mínusstig í kladdann hjá Steindóri, vona að þau verði ekki fleiri:)
En annars smá pæling um hvort þú sért ómissandi: Prófaðu að stinga puttanum hjá þér niður í vatnsglas og taktu hann síðan aftur upp, ef það er hola ennþá þá ertu ómissandi...;)
Að lokum varðandi jólagjafir þá langar mig að vitna í hávamál

Veistu ef þú vin átt,
þann er þú vel trúir,
og vilt þú af honum gott geta,
geði skaltu við þann blanda
og gjöfum skipta,
fara að finna oft.


Heilir þeir er hlýddu!

|

Saturday, December 04, 2004

En já spurning um að skrifa e-ð meira, í gær var kynning á verkefni sem við íslendingahópurinn í kúrsinum vorum með, gekk áfallalaust. Reyndar var maðurinn sem átti að stjórna því að menn héldu sig við tímamörk ekki alveg í sambandi við raunveruleikann, skrítið nokk.
Annars er bara ágætisveður hérna í Kaupmannahöfn, hefur hlýnað talsvert frá því um daginn, ég skellti mér að hlaupa og hljóp ca 9 km. Ég verð að kaupa mér hraðamæli (km mæli lika) á hjólið mitt og mæla vegalengdina nákvæmlega. Krak (kortabók þeirra Dana) og reglustikan mín eru ekki alveg að virka nógu vel saman að mínu mati. Læt þetta duga í bili, lifið heil.

|
jæja ég fékk 2 pósta með svörum. Menn eru svona misáhugasamir um þessar spurningakeppnir sem ég hef verið að brydda upp, annahvort er þá að hætta með þær eða hafa einhver góð verðlaun. En rétt svör voru:

1. Affall
2. Galileo Galilei
3. Hávamál
4. Séra Jón Þorláksson frá Bægisá
5. Lúcio Costa og Oscar Niemeyer
6. Frankie goes to Hollywood
7. Edvard Munch
8. Jónsson
9. Einir
10. Kaupmannahöfn

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?