<$BlogRSDUrl$>

Wednesday, January 12, 2005

jæja þá er komið árið 2005, með björtum vonum um bætta tíð. Reyndar í nýlegri könnun þá reikna 60% íslendinga með að persónulegir hagir þeirra muni ekki breytast á þessu ári. DO og HÁ eru greinilega ekki í þessum flokki því þeir voru að splæsa í nýja BMW.
Annars var sýnd kynningarmynd um Njálu á sunnudaginn, þar sem þetta er uppáhalds Íslendingabókin mín (og þótt víða væri leitað meðal bóka) þá beið ég spenntur eftir, sitt sýnist mönnum um hvernig til hafi tekist. Sumum fannst fornmálið stirt, öðrum fannst ekki fara saman að blanda nútímamáli og gömlu máli saman. Einn taldi að Gunnar á Hlíðarenda hefði verið ljóshærður víkingur og Hilmir Snær hefði ekki passað í það hlutverk. Hvað sem öllu þessu líður þá fannst mér þetta bara vera ágætt, þau hefðu sum viðtölin við "Njálufræðingana" eftir kynninguna mátt missa sig. Ég sé ekki alveg listfræðilegan tilgang þess að stilla mönnum upp í Breiðholti í kringum blokkir og láta umhverfishljóð öðru hverju yfirgnæfa það sem þeir eru að segja.
Eitt sem tilheyrir byrjun nýs árs eru hinir svokölluðu Nýárstónleikar, á síðasta ári þá fór á nýárstónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands, einu orði sagt voru þeir stórkostlegir. Á sunnudaginn voru sýndir nýárstónleikar frá Vín, stefnan er að komast þangað einn dag, þangað til verður maður bara að láta sig dreyma.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?