<$BlogRSDUrl$>

Monday, May 23, 2005

Nú er sá skemmtilegi tími ársins þegar maður er í prófum, 4 próf framundan og törninni lýkur 2 jún. Tvo skrifleg og 2 munnleg, það góða við munnlegu prófin eru að þau taka bara 20 mín, reyndar geta verið ansi "langar" 20 mínutur ef út í það er farið. Fínt að koma úr munnlegu prófi og getað byrjað strax að lesa fyrir það næsta, maður gerir það ekki alveg eftir 4 tíma setu í skriflegu
Ég er búinn að vera sæmilega duglegur að hlaupa undanfarið. Í gær var Kaupmanna-hafnar maraþon og Anders sem býr á sama gangi hérna á kolleginu og hleypur stundum með mér, fór heilt maraþon. Það tók hann 3 klst 15 mín að hlaupa þessa 42,2 km ansi vel af sér vikið hjá honum. Það er planið hjá mér að reyna að fara þessa vegalengd í Reykjavíkur maraþoni þann 20 águst næstkomandi. Þannig að leið og prófunum líkur þá verður allt sett á fullt í æfingarprógramminu. Læt þetta duga í bili.
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?