<$BlogRSDUrl$>

Tuesday, July 26, 2005


Jæja það hefur verið blogg-andleysi í sumar.
Ég fór reyndar í ansi skemmtilega ferð núna á sunnudaginn en þá gekk ég með 3 manni upp á Heklu. Þetta var í steikjandi sól, og þegar maður kom upp á topp þá var trúlega 20 stiga hiti. Þetta var nú tiltölulega auðveld ganga, það var reyndar keyrt eins hátt og hægt var og þannig sparaðist drjúgur tími. Sjálf gangan tók um 2 tíma, við vorum reyndar dágóðan tíma að komast í gegnum apalhraunið. Gekk ekki alveg nógu vel að finna réttu leiðina. En uppi á topp var frábært útsýni því miður var skýjabreiða yfir Rangarvöllunum sem ég hefði nú haft mikinn áhuga á að sjá. En 7 jöklar sáust þannig að það er nú ekki hægt að kvarta of mikið. Á bakaleiðinni lentum við í smá hremmingum með rafmagnsleysi í bílnum sem við vorum á en það reddaðist með hjálp góðra manna. Af öðru sem ég hef gert þá fór ég lok júní í ferð í Skagafjörð og í byrjun júlí á Vestfirði.
Já og halli, enn eitt árið verð ég að éta ofan í mig að ég mun ekki hlaupa maraþonhlaup. Má vera góður ef ég get drattast 21 km.
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?