<$BlogRSDUrl$>

Wednesday, October 12, 2005


jæja þá fer bloggleysið að enda, ég lenti í gífurlegum tölvuhremmingum byrjaði á því að tölvan sem var hér fyrir startaði ekki upp. Þá var brugðið á það ráð með hjálp Steindórs að panta nýja í bútum af netinu. Talsverðar hremmingar urðu síðan í kringum það, þar sem móðurborð (d. morbord) hafa verið í stanslausum flutningum milli Árhúsa og køben. En allt er gott sem endar vel og ég er kominn með tölvu.
Annars er ég kominn til Danmerkur aftur og það er enn gott veður herna. Mælar sýna ja ca 15 C sem er bara ágætt meðan fréttir barast af blindbyljum af eyjunni er kennd er við eld og ís.
Síðasta bloggi lauk með frásögn af Hekluferð, helgina eftir fór ég hringinn í kringum landið sem verður gerð skil í öðru bloggi innan skamms. Myndin af Goðafossi var tekin í þeirri ferð.
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?